ML85 golfmótið

Hin gömlu kynni gleymast ei,
enn glóir vín á skál.
Hin gömlu kynni gleymast ei
né gömul tryggðamál

Svo segir í skosku þjóðlagi.  Útskriftarárgangur 1985 árgangs Menntaskólans að Laugarvatni heldur árlega golfmót til að rifja upp hin gömlu kynni en núna eru nákvæmlega 30 ár síðan nemendur hittust í fyrsta skipti. Þátttaka er ekki mikil en mótið er stórskemmtilegt. Flest mótin hafa verið haldin á Ljósafossvelli í Grímsnesi en í ár varð Korpuvöllur fyrir valinu.

Einn sjötti hluti árgangsins skráði sig til leiks en menn búa víða um land og sumir hafa mikið að gera við aðra merkilega hluti. Auk þess eru ekki allir með áhuga á golfíþróttinni.

Úrslitin skipta ekki máli en verkfræðingurinn Guðlaugur Valgarð Þórarinsson náði að hala inn flesta punkta þegar mótið var gert upp og var því úrskurðaður sigurvegari. Stjórnmálafræðingurinn og auglýsingagúrúinn, Einar Örn Sigurdórsson og undirritaður voru jafnir en Einar Örn spilaði mun betur í bráðabana og uppskar silfur.

Einar Örn átti mörg stórgóð upphafshögg og náði góðu sambandi við sína Stóru Bertu. Guðlaugur var öruggur á öllum brautum og náði alltaf að krækja í punkta. 

Þetta var mjög skemmtilega stund í fallegu haustveðri og verður hittingurinn endurtekin að ári eða oftar.

Verdlaunabikar

Mynd frá mótinu árið 2010 á Ljósafossvelli.  Guðlaugur Valgarð Þórarinsson, Sigurpáll Ingibergsson og Einar Örn Sigurdórsson sem heldur á farandbikarnum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 82
  • Frá upphafi: 226335

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 69
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband