Klaustur öl

Klausturöl eða munkaöl er notað yfir belgískan bjórstíl sem bruggaður var í klaustrum í gamla daga til að hjálpa munkunum í gegnum föstuna. Til að greina á milli ekta og óekta klausturöls er orðið Trappist sett á það öl sem bruggað er af munkum innan veggja klaustranna. Trappist þýðir einfaldlega að hér sé ósvikinn klausturbjór á ferð. Klausturöl er yfirleitt mjög sterkt, bragðmikið, stundum sætt og oft dálítið frúttað (þurrkaðir ávextir, bananar ofl).

Í dag eru aðeins til 7 klaustur í heiminum sem brugga hið raunverulega Trappist öl, Chimay, Orval, Rochefort, Westvleteren, Westmalle og Achel sem öll eru í Belgíu og La Trappe í Hollandi.

Þegar ég var í sumarbústað á Kirkjubæjarklaustri hafði ég með mér nokkra klausturbjóra, mér þótti það viðeigandi.

Þegar ég kneyfði munkaölið og sá alla ferðamennina, velti ég því fyrir mér hvort ekki væri grundvöllur fyrir alvöru klausturbjórhátíð á Kirkjubæjarklaustri. Betri staðsetningu á Íslandi er ekki hægt að finna. Systrakaffi væri fínn hátíðarstaður.

LaTrappe

 

Einnig væri hægt að stofna brugghús á Kirkjubæjarklaustri. Brugga þar Klausturbjór, og fara leið Leffe manna, Þó afurðin sé ekki ekta munka öl (Trappist) þá hefur bruggunarferlinu verið viðhaldið frá klausturtímanum. Hægt væri að fá vatnið úr Systravatni eða Systrafossi, sögulegra gæti framleiðsluferlið ekki orðið. 

Leffe bjór hefur verið bruggaður síðan 1240 samkvæmt ævagömlum uppskriftum munka Nobertine í klaustursins í Leffe í Belgíu. Þó bjórinn sé ekki lengur bruggaður innan veggja klaustursins, heldur í verksmiðjum Inbev er dýpsta virðing borin fyrir gömlum framleiðsluaðferðum og þær í heiðri hafðar. 

Hægt er að fá La Trappe í Vínbúðinni og á tímabili var hægt að fá Orval annað er ekki í boði hér á landi um þessar mundir af munkaöli.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 226331

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband