Mjóifjörður

Sum örnefni eru augljós. Hér er eitt.
Mjóifjörður, 18 km langur og veðursæll, á milli Norðfjarðarflóa og Seyðisfjarðar. Þorp með 24 íbúa í Brekkuþorpi, eitt minnsta þorp landsins. Heiðin lokuð yfir veturinn. Kilfbrekkufossar, rygðaður landgönguprammi, hvalveiðistöð og gamli tíminn heilla mann.
Hvalveiðistöð Ellefsens var á Asknesi og var byggð af Norðmönnum um aldamótin 1900 og var ein stærsta í heimi. Sem betur fer er tími hvalveiða liðinn.


Malarvegur liggur niður í fjörðinn, inn Slenjudal, yfir Mjóafjarðarheið og alveg út á Dalatanga. Það var gaman að keyra niður í Mjóafjörð. Á hlykkjóttri leiðinni sást Prestagil, þar bjó tröllskessa sem tældi til sín presta í Mjóafirði og í Sólbrekku var hægt að fá frægar vöfflur. Í kirkjugarðinum er eitt veglegsta grafhýsi fyrir einstakling sem til er á landinu. Þar hvílir Konráð Hjálmarsson (1858-1939).

Einnig var bókin "Hann er sagður bóndi" æviferisskýrsla Vilhjálms Hjálmarssonar keypt með vöfflunni og lesin er heim var komið. Gaf það meiri dýpt í sögu fjarðarins og bóndans! 

Mjóifjörður

Mjóifjörður séður ofan af Mjóafjarðarheiði með Fjarðará fyrir miðju. 


Bloggfærslur 16. október 2016

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband