Hvítserkur (771 m)

Á leið í Húsavík eystra var keyrt framhjá Hvítserk. Bar fjallið af öðrum fjöllum með sínum frumlega svip. Litasamsetning og  berggangar gera það næstum fullkomið. En Hvítserkur er ekki bara fegurðin heldur stórmerkilegt fjall.

Merking orðsins hvítserkur er ‘hvítur kyrtill (ermalaus eða ermastuttur)’. Hvítserkur sem örnefni er notað um eitthvað sem líkist slíku fati. Þannig heita eftirfarandi náttúrufyrirbæri Hvítserkur. Hvítserkir eru þrír á landinu: Foss í Fitjaá í Skorradal í Borgarfirði, klettur í sjó við vestanverðan botn Húnafjarðar í Vestur-Húnavatnssýslu (hann er hvítur af fugladriti) og síðan fyrrgreint fjall. Það hefur einnig verið nefnt Röndólfur. Fjallið er myndað úr ljósu súru bergi, rýólíti/líparíti með svörtum göngum úr blágrýti á milli. 

Ljósa efnið sem myndar meginhluta fjallsins er flikruberg (ignimbrit), hluti af yfir 300 m þykku jarðlagi sem myndast hefur af eldskýi við gjóskuhlaup úr Breiðvíkureldstöð litlu norðar. Gegnum ljóst og rauðbleikt flikrubergið hríslast dökkir basaltsgangar eða innskot sem sum tengjast dökkri basaltshúfu efst á tindi fjallsins, en hann er hluti af bólstrabergi og móbergi sem varð til í öskjuvatni í Breiðvíkureldstöð. Fjall sem myndaðist í setskál.

Flikrubergið í Hvítserki er samansett af mismikið ummynduðum vikri, basaltmolum og öðrum framandsteinum. Þar á meðal eru zirkon-steindir. Með aldursgreiningu reyndist aldur sumra á bilinu 126-242 milljón ár. Bendir það til að djúpt undir Austfjörðum eða hluta þeirra sé til staðar meginlandsskorpa og hafi flikrubergið rutt með sér til yfirborðsins allnokkru af fornu grannbergi gosrásarinnar og zirkon-steindir hafi síðan kristallast út úr kviku í hólfi undir eldstöðinni.

Það hefur gengið mikið á þegar fjöllin sunnan og austan Borgarfjarðar eystri mynduðust. Verði þetta staðfest með ítarlegri rannsóknum þarf að hugsa myndun Íslands upp á nýtt, en til þessa hefur verið talið að Íslands sé ekki eldra en um 16 milljón ára.

Þetta er stórmerkilegt. Það verður því gengið á Hvítserk, mögulega elsta fjall landsins við næsta tækifæri. 

Hvitserkur

Hvítserkur með rauðbleikt flikruberg og bergganga, mögulega elsta berg landsins sem inniheldur zirkon-steindir og gætu verið 126-242 milljón ára og tengst myndum Grænlands eða hugsanlega flís úr meginlandsskorpu.

Heimildir
Ferðafélag Íslands árbók 2008, Úthérað eftir Hjörleif Guttormsson
Glettingur, Dyrfjallablaðið, 55-56 tölublað 2011
Ferlir.is - Borgarfjörður - Breiðavík - Húsavík - Loðmundarfjörður


Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Sept. 2016
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 226209

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband